Um Isafold Design
 

Á bakvið Ísafold stendur Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, fylgihlutahönnuður, blómaskreytir og útstillingahönnuður. Ísafold var stofnað á Grænlandi árið 2011. Í byrjun var aðal áhersla lögð á selskinnsvörur úr grænlensku selskinni en svo þróaðist hönnunin út í endurvinnslu á leðurfatnaði í bland við selskinnið. Nú hefur leður og allskyns skinnaafurðir bæst við hráefnalistann svo úr verður skemmtileg blanda af nýju og endurnýttu. Sjálfbærni og endurnýting eru því í hávegum höfð við hönnunina og er mottó fyrirtækisins að henda minna og nýta meira! Allar vörurnar eru hannaðar og framleiddar af Heiðrúnu á vinnustofu Ísafoldar í Íshúsinu í Hafnarfirði.

 
 
IMG_7262.jpg