Sigríður Thorlacius með skvísulæti við gamla sjúkrahúsið á Ísafirði

Ég nappaði skvísunum á Jógabílnum í smá myndatöku þegar þær voru staddar á Ísafirði á dögunum. Þær voru að sjálfsögðu til í það og gáfu helstu tískumódelum ekkert eftir, enda alvanar fyrirsætustörfum.

Viðfangsefnið er nýjasta taskan frá Ísafold og hún fékk heitið Sigríður Thorlacius:

Stundum vel ég mér ákveðna persónu eða tískufyrirmynd í huganum til að hanna tösku fyrir.
Þá vel ég manneskju sem ég lít upp til, er með flottan stíl og er þess vegna áberandi í þjóðfélaginu eða heimsfræg. Er litríkur og glaðlegur karakter eða falleg manneskja. Nú eða jafnvel bara persóna út þáttum eða bíómyndum.
Ég er nú þegar búin að “gera tösku fyrir” Carrie Bradshaw úr sex and the city. Af því að hún er/var alltaf með puttann á tískupúlsinum, og mig langaði það. Yogo Ono hefur fengið sína hvítu stílhreinu tösku og ég hef líka “gert fyrir” Röggu Gísla, af því að mér finnst hún alltaf mest kúl og svölust af öllum!
Svo hef ég auðvitað gert fyrir hina almennu íslensku nútimakonu sem múltítaskar. Vinnur, nemur, elur upp börn, ferðast og er alltaf flott!

Nú settist ég niður nýlega og hannaði tösku “fyrir” Sigríði Thorlacius.
Mér finnst hún alltaf elegant og smart. Klassísk en samt með svolítið öðruvísi stíl og setur ávalt punktinn yfir i-ið með fallegum fylgihlutum. Það er jafnvel pínu “ ‘60 ‘70 “ stíll á henni þó hún sé alltaf einhvern veginn nútímaleg..
Upp úr þessari blöndu varð þessi taska til:
Einföld, klassísk, elegant, pínu sixties. Smart hvort sem þú ert að fara á tónleika, listasýningu eða bara spóka þig í bænum..
Taskan er stór en passar samt flestum. -Er 50 cm í þvermál. Rennd að aftan eða framan, eftir hvernig við lítum á hana, og með einum vasa inn í. Smellpassar á öxlina eða í olnbogann og fyrir þær hávöxnustu má leggja haldið í lófann..
Ég mæli með að sveifla henni til og frá eins og þú egir allan heiminn!

Fötin eru úr einkasafni en þetta geggjaða röndótta sett fæst í Stefánsbúð Laugavegi 7. Við skemmmtum okkur konunglega, vonandi gerir þú það líka við að skoða þessar myndir :)

thumbnail_IMG_7234.jpg
thumbnail_IMG_7107.jpg
thumbnail_IMG_7155 (1).jpg
thumbnail_IMG_7195.jpg
thumbnail_IMG_7261.jpg
thumbnail_IMG_7108.jpg
thumbnail_IMG_7090.jpg
thumbnail_IMG_7097.jpg
thumbnail_IMG_7248.jpg