Skilmálar
 

 

Með því að smella á greiða/áfram hnappinn þá samþykkir kaupandi skilmála ísafoldar.

 

Vefverslun Ísafoldar er rekin af Heiðrúnu Björk Jóhannsdóttur eiganda Ísafoldar.

Kt: 310772-4379

VSK númer: 56328

Vinnustofa Ísafoldar er rekin í Íshúsi Hafnarfjarðar Strandgötu 91 sími 7787151.

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.


Afgreiðsla pantana

Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Vörurnar eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ísafold ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi. Ísafold kemur vörum á pósthúsið kaupanda að kostnaðarlausu. En viðskiptavinur greiðir fyrir flutning vörunnar samkvæmt verðskrá Íslandspósts. Heitir ísafold því að pakkningar séu í samræmi við stærð vörunnar. Sé óskað eftir öðrum flutningsleiðum er kaupanda bent á að senda tölvupóst á isa-fold@isa-fold.is.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og með merkingum. ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Og greiðir kaupandi flutningsgjöld af endursendingu á vörunni nema ef um gallaða eða ranga vöru ræði. Vinsamlegast hafið samband við ísafold með spurningar.


Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður

Ísafold heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

almennt

Ísafold áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.